Untold - I can't stop this feeling / Anaconda (Hessle Audio) - 10.06.2009

Untold

Can’t stop this feeling / Anaconda

Hessle Audio

HES08

Dubstep

3,5 / 5

 

 

Bretlandseyjar eru sem áður tónlistarlegur suðupottur, þar takast á ólíkir menningarheimar og samfélagshópar. Upp úr þessum fjölbreytileika spretta sífellt nýjar hugmyndir og stefnum og straumum ægir saman. Á stundum verða mörk hinna mismunandi tónlistarstefna óskýr og erfitt að segja til um hvar línurnar liggja. Nýjasta útgáfa Hessle Audio pilta, tólf tomma frá listamanninum Untold, er dæmi um slíka samsuðu, en um þessar mundir er mikil gerjun á milli neðanjarðargeira á borð við techno, house, dubstep og grime, drum & bass, hip hop og svo mætti lengi telja. Erfitt er að koma orðum að hljóðheimi þessara laga en þar ægir saman hinum ólíklegustu hugmyndum, pælingum og hljóðnotkunum.

 

Í “I can’t stop this feeling” er techno ættuð synthalúppa sem fetar upp og niður hljómstigan  í aðalhlutverki. Þessi techno keyrsla er byggð á takti sem er blekkjandi einfaldur við fyrstu áheyrn en fínleg smáatriði koma í ljós þegar líður á lagið sem þróast með eðlilegum en óvæntum hætti. 

 

“Anaconda” hefst á pitchuðu melódísku trommu solói sem er hvolft ofan í hvellar og hálf barnalegar syntha lúppur. Undir niðri er svo djúpur rúllandi bassi sem Untold vefur tribal-skotnum töktum í kringum. Lagið allt er í suðrænum tribal gír en óræður framtíðar fönk fílingur sveipar það framandi dulúð.

 

Bassalínur og bpm laganna skipar þeim í dubstep geirann en það væri einföldun að njörva þau þar niður. Lífræn og rafræn hljóð spila skemmtilega saman og mynda skemmtilegt klúbba væb þrátt fyrir að því fari fjarri að hér sé um einfalda gólfatrylla að ræða.

 

Karl Tryggvason | kalli@breakbeat.is

 

Versla á Juno


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast