Alix Perez & Lynx - Allegiance EP - 30.10.2008

Tvö ungstirni í drum & bass senunar eru hér á ferð með þröngskífu á Soul:R útgáfu Marcus Intalex & St. Files. Alix Perez hefur getið sér gott orð undanfarið í hinum svokallaða liquid funk geira með funk, soul og hip hop skotnum lagasmíðum í anda Calibre en Lynx hefur skotist upp á stjörnuhimininn með hverjum sérstæðum og frumlegum gólfatryllinum á fætur öðrum. Í raun og veru er villandi að tala um þessa skífu sem samvinnuverkefni þeirra félaga en einungis titillagið er unnið af þeim báðum, þar að auki finnum við fyrir lögin "Inferno" og "Crooklyn" eftir Perez og lagið "Randy" eftir Lynx.

Titillagið "Allegiance" er samt aðalmálið hér, hefur verið í spilun hjá stærstu nöfnum drum & bass heimsins undanfarna mánuði enda töff roller í hip hop skotnum fíling með öflugri bassalínu. Hin lögin eru þó ekki síðri, á a-hliðinni leitar Alix Perez í svipaðar slóðir og í "Allegiance" í laginu "Inferno", steppy roller með skemmtilegri trommuforritun og djúpum og miklum bassa. "Crooklyn" á hinni hliðinni er svo í öllu léttari gír, píanólúppa og strengja sömpl spila skemmtilega saman í góðum groover.

Lynx á svo lokalagið á skífunni, "Randy", skemmtileg uppbygging í því lagi en þar sem rísandi laglína byggir upp spennu en droppar svo allt saman í týpiskum Lynx fíling og gerir góða hluti á dansgólfinu. Prýðisskífa hér á ferð og gæðastjórnuninn svo sannarlega í lagi í herbúðum Soul:R, Alix Perez og Lynx sanna svo um munar að þeir eru komnir til þess að vera í drum & bass heiminum og sýna að þessi tónlist getur ennþá verið fersk, spennandi, frumleg og töff.

Karl Tryggvason – kalli[hjá]breakbeat.is


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast