Spectrasoul - Taken / Organizer (Ramadanman Refix) (Critical) - 13.07.2009

Spectrasoul
Taken  / Organizer (Ramadanman Refix)
Critical
CRIT038LTD
Drum & Bass
3,5 / 5

Spectrasoul tvíeykið hefur látið til sín taka á síðustu árum með mínímalískum drum & bass tónsmíðum, klínískt og ískalt sánd þeirra hefur gripið ófáan djönglistan enda smíða þeir grípandi grúv úr hráum efnivið. Hér er dúóið með nýlega 12” á Critical útgáfu íslandsvinarins Kasra, á a-hliðinni finnum við fyrir rollerinn “Taken” en á b-hliðinni endurhljóðblandar dubstep undrabarnið Ramadanman slagarann “Organizer”.

“Taken” hefst á einföldum en drífandi takti, en ofan á honum takast svo á rúllandi bassalína og köld bassa-stöbb. Smáatriðin eru það sem skipta máli hér, lítil fill, breytingar í mynstri og áferð gera lagið að því sem það er, á meðan höfuðið gleymir sér í leit að laglínu hefur grúvið gripið líkaman.

Ramadanman sýnir það svo og sannar með “refixi” sínu á “Organizer” að hæfileikar hans ná út fyrir tilteknar stefnur og tempó. “Organizer” byrjar sem mínímalískt blípandi drum & bass lag en smám saman eykst krafturinn þegar syntha lúppur og trommu breik taka að birtast áður en lagið springur út í kraftmiklum en skorðum settum jungle gír.

Þessi tólf tomma festir Spectrasoul í sessi og gerir mann spenntan fyrir næstu 12” þeirra hjá ekki ómerkari útgáfum en Metalheadz og Exit Records.

Karl Tryggvason | kalli@breakbeat.is


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast