Breakbeat.is

Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000-2012

Ný hópfjármögnuð bók, gefin út af Breakbeat.is

Veggspjaldasýningin Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000-2012 í Artíma Gallerí 24.02.-04.03.2012

Í tilefni útgáfu bókarinnar Taktabrot: Veggspjöld, flugumiðar og annað prentefni úr starfi Breakbeat.is 2000-2012 verður efnt til veggspjaldasýningar undir sama nafni í samstarfi við Artíma Gallerí, Smiðjustíg 10, dagana 24. febrúar til 4. mars. Á sýningunni verður að finna brot af því besta úr veggspjaldasafni Breakbeat.is og hægt að sjá forsmekkinn af því sem koma skal í veggspjaldabókinni Taktabrot. Sýningastjórn er í höndum Karinu Hanney Marrero.

Sýningin opnar föstudaginn 24. febrúar kl 18:00, verða léttar veitingar í boði og taktabrotstónar frá plötusnúðum Breakbeat.is byggja upp stemninguna. Þá verður hægt að styrkja útgáfu bókarinnar og tryggja sér um leið eintak af henni við útgáfu og miða í veglegt útgáfuhóf. Aðgangur sýningunni er ókeypis, verður opnunartíminn auglýstur þegar nær dregur.


Staðsetning Artíma Gallerí