
Jæja bara alveg að skella á. Búinn að vera að grafa upp ýmislegt í plötusafninu. Verður eflaust fjölbreytt sett hjá mér allavega.
Finnst alltaf áhugavert að sjá Tryggva spila maður getur sjaldan séð settin hans fyrir og kemur oft með gullmola sem maður var búinn að gleyma eða fóru gjörsamlega framhjá manni.
Siggi B var með dúndur sett í þættinum síðastliðinn laugardag og er ég bara orðinn frekar spenntur að sjá hvað drengurinn gerir á fimmtudaginn. Þið getið hlustað á settið hans í tónasvæðinu ef þið eruð ekki áskrifendur af podcastinu sem þið getið gerst áskrifendur af með að smella á moving shadow karlinn hérna uppi í hægra horninu.
En er ekki annars bara stemming í hópnum? Fanst á síðasta kvöldi að fólk sé að byrja að venjast nýja heimili fastakvöldann betur hlakka til að sjá hvort sú þróun haldi ekki bara áfram og stemmingin fari stigmagnandi með hvejru kvöldinu.