System
Peach Fuzz / Voices
Exit
Exit020
Drum & Bass
3/5
Mark System hefur margt bardúsað í drum & bass senunni í gegnum árin, staðið fyrir kvöldum og viðburðum, reynt fyrir sér sem MC og undanfarinn misseri hefur hann líka lagt fyrir sig tónsmíðar. Hér er hann með 12" fyrir Exit útgáfu íslandsvinarins dBridge sem inniheldur tvo slagara í vélrænum-fönk gír.
A-hliðin "Peach Fuzz" hefst á óskiljanlegu vélrænu-vókalsampli sem að gefur tóninn fyrir það sem koma skal, uppistaða lagsins er djúpur bassi og steppy taktur en í kringum þetta vefur System hljóðgervla hljómum, suði og stefbrotum. Þrátt fyrir fínt grúv er "Peach Fuzz" of mónótónískt til lengdar og ekki eftirminnilegt.
"Voices" er betra lag þótt notast sé við svipuðan efnivið, hér vinnur System listilega með framvindu lagsins en lagið þróast úr klukkuverkskenndum 2 step fíling yfir í breakbeat drifna keyrslu og andrúmsloftinu er snúið fram og aftur með melódískum elementum. Lagið byrjar í drungalegum og dökkum fíling en breytist smám saman yfir í sorgmædda melankólíu. Maður ímyndar sér að "Voices" hefði getað orðið til ef Martsman og Metalheadz krúið hefðu tekið höndum saman árið 1997, þar sem System tekst að vinna úr og stilla upp ólíkum en skyldum hliðum drum & bass heimsins og skapa nýja og spennandi blöndu.
-Karl Tryggvason
0 hefur röflað
Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!