Break / Sato - Framework / Clap Your Hands (Symmetry) - 29.02.2012

Break / Sato
Framework / Clap Your Hands
Symmetry
drum & bass
3/5


Break er einhver öflugasti og afkastamesti listamaðurinn í drum & bass heiminum í dag, það líður vart sá mánuður án þess að 1-2 skífur frá kappanum rati í verslanir. Það er í raun senn kostur og galli, það má alltaf finna góðar Break skífur en stundum er fjöldin svo til of mikill.

Á þessari tólf tommu finnum við fyrir lagið "Framework" sem er í klassískum Break fíling, þéttur "roller", lágstemmdur en grípandi og gerir góða hluti á dansgólfinu. Takturinn er einfaldur en þéttur, í kringum hann dansar annað slagverk og bjöllur áður en óljóst vókal sampl leiðir okkur inn í harkalega bassalínuna. Break lætur bassan og taktin talast á skemmtilegan hátt og brýtur lagið alltaf öðru hverju upp með fínlegum hætti.

B-hliðin, sem er í höndum Sato, er öllu léttara númer. Melódísk og dub skotinn bassalína er hér í aðalhlutverki en í kringum hana vefur Sato brass upptökum, söng og taktaleikfimi.

Bæði lögin eru vel útfærð og rúlla vel þegar maður smellir þeim á fón. En þó vantar þennan óræða þátt sem að gerir gott lag ógleymanlegt.

-Karl Tryggvason | kalli@breakbeat.is


Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast