Jubei er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér (Suspect:B) um undanfarnar mundir og er búinn að vekja mikla athygli í drum & bass senunni síðustu ár. Hann hefur unnið ófá samstarfsverkefni, má þar nefna "collab" með Icicle, Cern, SPY, Lenzman, Logistics, Sabre, Fierce, Breakage, Total Science og Phobia til að nefna einhverja. Þeir sem þekkja til þessara listamanna sjá að þetta eru allt gæða „artistar“ í DNB senunni. Svo má ekki gleyma að Jubei gefur líka út undir nafninu Code 3 ásamt SP:MC og Dakuan.
Fyrsta útgáfa Jubei sem vakti á honum athygli kom út á Entry 1 Media árið 2001 en næsta skífa kom ekki út fyrr enn 2006 og innihélt lög unnin með Breakage á Emcee Recordings. Kappinn flutti svo til Newcastle og kynntist þar Phobia, þeir félagar enduðu með því að gefa út fullt af lögum út saman t.d. á Renegade Hardware. Í miklu uppáhaldi hjá mér er „roller“ eftir félagana sem heitir “Overload” sem gerði m.a. góða hluti á Breakbeat kvöldi síðastliðinn júni. Það má finna á labelinu Invaderz (INV015).
Jubei & Tyrone & Phobia & Sato - Overload
Þá er gaman að segja frá því drum & bass goðsögnin Goldie fékk Jubei til að hjálpa sér með útsetningu á “Sine Tempus” verkinu og í kjölfarið gaf Jubei út þröngskífu á Metalheadz útgáfu Goldie en útgáfan er ein sú virtasta í bransanum. Talandi um „label“ þá má nefna það að Jubei hefur gefið út á merkjum eins og fyrrnefndu Emcee recordings, Coded Music, Quarantine, Scientific Wax, Modulations, Inneractive og 31 Records.
Í Drum & Bass settunum mínum þá á ég það til að spila það sem ég vill kalla „dutty rollers“ og soundið hans Jubei finnst mér smellpassa inní þann flokk. „Dutty“ er einfaldlega stytting á orðinu dirty. Enn ekki misskilja... ég meina dutty ekki sem einhvað bjagað hljóð, heldur frekar meina ég að vibe-ið á laginu sem heild dutty, dökkt og drungalegt. “Roller” útskýring sig sjálf.. takturinn rúllar vel. Svona það fyrsta sem kemur í hug sem meðmæli fyrir þá sem hafa ekki heyrt í kappanum áður er fyrrnefndur ep á Metalheadz, “Nothing Ventured Nothing Gained EP”, sem kom út í Apríl 2010.
Jubei - Alignment
Sem Dj er Jubei resident snúður á hinum virta klúbbi Turbulence í Newcastle og spilar reglulega á öðrum stöðum eins og Fabric og Cable í London, Dissident í Bristol og víða um heimin, t.d. á StarWarz í Ghent og í Japan.
- Hlekkir:
- Jubei á SoundCloud Jubei á Facebook Jubei á Twitter
- Siggi Baldursson | Suspect B
0 hefur röflað
Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!