Árið 2001 gáfu Total Science liðar út safnskífuna "Tuned In" á útgáfu sinni CIA, innihélt skífan sú ófáa klassíkera frá mönnum á borð við Marcus Intalex, Future Cut, Digital, Calibre og Total Science sjálfum. Núna í nóvember, rúmum ellefu árum síðar, er von á "Tuned In 2". Eins og forveri sinn veitir "Tuned In 2" innsýn í það besta í heimi drum & bass tónlistar um þessar mundir að mati Total Science.
Á skífunni koma við sögu listamenn á borð við Break, Zero T, Fracture, S.P.Y. og Spirit svo fáeinir séu nefndir. "Tuned in 2" er sem áður segir væntanleg á CIA síðar í mánuðinn og kemur hún út á 3x12", CD og stafrænu niðurhali.
0 hefur röflað
Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!