Prófíll #12 :: Bjarni - 12.09.2008

Breakbeat.is prófílarnir snúa aftur með tilþrifum eftir ansi langt hlé. Sá síðasti til að gera prófílmix fyrir okkur var enginn annar en DJ Paranoya fyrir rúmum 3 árum síðan. Viðfangsefni tólfta prófílsins er Austurlandsundrið hann Bjarni Rafn. Hann er mikill áhugamaður um trommur & bassa en er einnig að grúska mikið í öðrum tónlistarstefnum. Bjarni færir okkur hérna eitt stykki djúpt og fönkí mix, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir!

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að plötusnúðast?
Byrjaði með lappa og Traktor snemma árs 2007, keypti mér svo CDJ's í febrúar 2008 og var að fá mér SL1200 MK2 fyrir svona 3 vikum.

Fyrsta platan sem þú keyptir?
Ég nota aðallega CD's en þar sem ég er búinn að fá mér SL þá kíkti ég í Kolaportið þegar ég var í Reykjavík í ágúst og keypti einhverjar plötur og ætli nettasta platan af þeim sem ég keypti hafi ekki verið Omni Trio - Renegade Snares (Original/High Contrast Remix).

Síðasta plata sem þú keyptir?
Samim - Flow.

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ég nota CD's.

Hvar verslarðu plötur?
Er ekki ennþá byrjaður að versla á fullu, en það fer að koma og ég reikna með að nota Red Eye og Juno mest. Annars kaupi ég fullt af mp3 á Beatport.

Hefurðu spilað einhverstaðar?
Já, ég hef spilað á aðalstöðunum hérna fyrir austan bara, en ég er að flytja suður um áramótin og stefni á að sigra heiminn eða allavega Ísland. Já og svo hef ég spilað á 17. júní með Kidda Videoflugu, sem mér finnst afrek, youtube-stjarna.

Uppáhalds listamaður?
Breytist eins og veðrið, þessa stundina er Lynx að gera mjög góða hluti fyrir mig, Marcus Intalex, Saburuko og svo margir fleiri.

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Soul:R, Shogun Audio, Hospital.

Uppáhalds plötusnúður?
Carl Cox.

Topp 10 listi:
01) Subwave - Think (Shogun Audio)
02) Lynx & Maple - China Town (Deep Soul Music)
03) Amaning & Dubwise - Smash VIP (Soul:R)
04) Noisia - Diplodocus (Quarantine)
05) John B - Numbers (Beta)
06) Heist - Once What Was (Sin City) (Metalheadz)
07) Calibre - Suddenly (Signature)
08) D-Bridge - If You Want To Cry (FreeP3)
09) Unknown Error - Alone (Horizons)
10) Lynx & Maple - Shaku (Digital Soundboy)

Lýstu mixinu þínu?
Mjög Soul:ution Radio inspirað, yfir í djúpa Break tóna yfir í Alix Perez og Mutt, jazzy þægileg vibes yfir í dýpra Silent Witness og Break thing og endar svo á happy happy joy joy.

Lagalisti:
01) Amaning & Dubwise - Smash (VIP Mix) (Soul:R)
02) Lynx & Alix Perez - Allegiance (Soul:R)
03) Mist:i:cal - Inside My Head (Soul:R)
04) Subwave - Think (Shogun Audio)
05) Calibre - Beat Goes On (Signature)
06) Electrosoul System - No One Knows (Subtitles)
07) Break - Mr. Crystal (Soul:R)
08) Heist - Pinchers (Allsorts)
09) Icicle - That Tune (Fokuz Limited)
10) Alix Perez - Morning Sun (Creative Source)
11) Mutt - Incredible (31 Records)
12) Silent Witness - Twin Town (Critical)
13) Break - Enigma (Quarantine)
14) Lynx - Whistlestop (Brand Nu)
15) Syncopix - General Hospital (Hospital)

Smelltu hér til þess að hlusta á syrpuna og hér til þess að vista hana á harða diskinn þinn.

Eitthvað að lokum?
Bara.. takk fyrir að hlusta, drum'n'bass er bestur!!

Bjarni á Myspace
Bjarni á Facebook


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast