Prófíll#5: Maggi B - 13.04.2003

Fimmti liðurinn í seríunni Prófíll er nú kominn upp og er það að þessu sinni Ofurhetjan að vestan Maggi sem sér um að snúa skífum í prýðismixi og kynnir sig nánar í prófíl hér að neðan.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?
Sunnudagurinn 2. febrúar 1997 var tímamótadagur í mínu lífi. Þá var sunnudagsblað morgunblaðsins enn í gangi og ég eins og svo oft áður kíkti alltaf á tónlistarsíðuna. Á henni var grein undir yfirskriftinni “tónlistarbylting tíunda áratugarins” jungle og drum&bass. Þetta var umfjöllun um útvarpsþáttinn skýjum ofar í umsjá þeirra Arnþórs S. Sævarssonar og Eldars Ástþórssonar. Ég ákvað að hlusta á þetta og síðan þá hef ég ekki snúið aftur (“the jungle just came alive and took him..”) lög eins og technology, quadrant 6, no digitty bootlegginn, come to daddy og prototype years LP´inn hjálpuðu til við að breyta ungum og óhörðnuðum unglingnum í forfallinn “junglist” sem sökkti sér djúpt í neyslu drum&bass tóna.

Keypti mér SL´a haustið 2000 en hafði reglulega keypt mér plötur og diska “í gegnum árin” þannig að maður átti orðið ágætis plötusafn, notaði bara gamla pioneerinn hans pabba ;-) við (Óttar, Óli og ég) byrjuðum með kvöldin okkar “Ofur” í ágúst 2001, en ekki fór nú mikið fyrir mixhæfileikunum. Það var ekki fyrr en áramótin 2001/2002 sem að maður fór að taka plötusnúðinginn alvarlega.

Fyrsta plata sem þú keyptir?
Fyrsta platan sem ég fékk mér var Trace&Nico Cells/Copies á No U Turn keypti hana í Þrumunni í nóv/des ´97 algjör gullmoli!

Síðasta plata sem þú keyptir?
Það var alveg heill hellingur, king of the rollers, midnight, music maker ep, squash remixin, mind body & soul ofl.

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Á ég að dirfast að segja það?? ...ég held að Hide U sé búin að vera í töskunni síðan ég fékk hana, Lose control/Universe með Mist hefur líka alltaf verið þarna ofan í (en hefur reyndar aldrei komið uppúr henni heldur) sem og 808 state-pacific Grooverider remixið.
Bodyrock fær líka alltaf að fljóta með, við erum oft beðnir að spila það hérna á skaganum, þetta lag er þekkt sem “hoppi skoppi lagið” hérna hjá okkur og vekur alltaf mikla lukku.

Hvar verslarðu plötur?
Ég versla aðallega plötur á redeye, juno og þrumunni þetta er svona 50% netið 50% þruman, svo eru nokkrar aðrar síður sem ég versla plötur hjá sem ég finn hvergi annarstaðar.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Jájá, ég hef spilað einhversstaðar. Á kvöldunum okkar “Ofur” þá á stöðum eins og Barbró, Skagabarinn, Breiðin/Efri hæðin og Langisandur svo líka: Rein, Hvíta húsið, Búðarklettur í Borgarnesi, þar sem brutust út fræg hópslagsmál.. (eftir djammið), Arnardalur, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Tunga (í Svínadal minnir mig (fyrsta djammið “okkar”)) þetta tiltekna djamm var nú reyndar haldið undir formerkjum sour music sem síðar varð worm is green, þessi kvöld hétu einfaldlega viðburður# og urðu þeir alls sex en þegar Árni “TWIG” hætti þá settum við á stofn okkar eigin viðburð sem fékk einfaldlega nafngiftina ofur.

Einnig hef ég/við spilað á Gauk á stöng, Breakbeat.is þættinum, Serótónín þættinum sáluga og líka hin og þessi partý. Svo höfum við verið með útvarpsþátt (með hléum) í þrjú ár á útvarpi NFFA á Akranesi svo spila ég líka tónlist heima hjá mér milli þess sem ég sef og er í vinnunni. Svo eru samningaviðræður í gangi við annan stað, meiri fréttir af því seinna.

Uppáhalds listamaður?
Ég verða að segja Dom&Roland, hann er bara sá maður sem veldur mér nánast aldrei vonbrigðum, sem dæmi: Can´t punish me, Imagination, Parasite/Homicide, Killa bullet, Twisted city, Distorted dreams, Nanobugs.. ofl. ofl. þarf ég segja meira??Aðrir sem ég er að “digga” Mist, High contrast, Calibre, Concord dawn, Influx datum, Mathematics, Zinc, Klute svo síðast en ekki síst Jonny L!!!

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Soul:r án nokkurs vafa.

Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast