Prófíll#8: Óli Ofur - 19.08.2003

Prófíll ágústmánaðar er sá áttundi í röðinni og er það Skagastrákurinn og Ofurhetjan Óli Valur sem snýr skífum og svarar fréttamanni Breakbeat.is. Tilvalið að kíkja á syrpuna og hita sig upp fyrir Breakbeat.is vs. Ofur kvöldið sem verður á Akranesi föstudaginn 5. september þar sem Óli ásamt fjöldanum öðrum af færum snúðum mun vera á ásnum og tvistnum.

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj´a?

Ég spilaði fyrst á ofurkvöldi þann 11. janúar 2002, aðeins þremur vikum eftir að ég fékk spilara í mínar hendur.

Fyrsta plata sem þú keyptir?
Það var Dissection LP-inn með Decoder, ég hlustaði á hana fyrst um sinn í gegnum gamlan JVC spilara með slitinni reim, handsnúinn og handónýtur!

Síðasta plata sem þú keyptir?
Ég á nokkrar plötur í poka hjá Grétari, en það seinasta sem ég borgaði fyrir var sennilega The Legend / Quad með þeim félögum Technical Itch, Dylan og Trace.

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ég held að ég sé það miskunarlaus að hafa ekki neina plötu sem alltaf hefur farið með mér.

Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Já, á nokkrum ofurkvöldum, böllum og í einkagleðsköpum.

Uppáhalds listamaður?
Jimi Hendrix er held ég efstur á lista, en fast á eftir honum hafa verið t.d. Dom & Roland, Technical Itch, Dieselboy, Mamphi Swift og Fresh.

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Nei.

Uppáhalds DJar?
Klute og Digital voru svaðalegir, en af íslenskum snúðum sem hafa náð að hreyfa vel við bossanum mínum er Bjarki Sveins fremstur með electro settið sitt á Josh Wink, svo koma Bjössi, Grétar og Frímann

Topp tíu listi:
1.Ram Trilogy - Screamer (RAM)
2. Twisted Individual - Bandwagon Blues (Formation)
3. Pendulum - Vault (31)
4. Special Forces - Sidewinder (Photek Productions)
5. Mampi Swift feat. Fresh - Play Me (Charge)
6. Red One - Pitch Switch (Liftin Spirits)
7. Technical Itch & Dylan - The Legend (Tech Itch)
8. Die - 100 Miles & Runnin’ (Full Cycle)
9. Stakka - Junkyard (Cargo)
10. Jonny L - Lets Roll (Pirahna)

Lýstu mixinu þínu?
Ef við ímyndum okkur að það sé lítill blökkumaður inní hátölurunum okkar sem að vinnur við það að hreyfa hátalarann fram og tilbaka til að framkalla tónlistina, þá getum við sagt að þessi blökkumaður svitni ansi mikið við að spila þetta sett!

Tracklisti:
1. Jungle Brothers - Jungle Brother [JB rmx] (white)
2. Die - 100 Miles & Runnin’ (Full Cycle)
3. Stakka - Junkyard (Cargo)
4. Styles Of Beond - Subculture [Dieselboy + Kaos VIP] (Human)
5. Jonny L - Enuff (Pirahna)
6. Stratus - Live (Sonix)
7.Red One - Pitch Switch (Liftin Spirits)
8. Twisted Individual - Bandwagon Blues (Formation)
9. Mampi Swift feat. Fresh - Play Me (Charge)
10. Dieselboy - Invid [E-Sassin VIP] (Palm Pictures)
11. RAM Triology - Screamer (RAM)
12. Ladytron - Blue Jeans [Josh Wink’s Vocal Interpretation] (Telstar)
13. The Droyds - Take Me I’m Yours [Simian Mobile Disco Mix] (Telstar)
14. Proper Filthy Naughty - To The Beat (Copyright Control)
15. Chemical Brothers - Morning Lemon (MCA)

Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.

Eitthvað að lokum?
Yo mitt crew er þétt eins og Brick Games

Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast