PRÓFÍLL#9: Toni - 19.09.2003

Nú er komið að Prófíll september mánaðar en að þessu sinni er það gæðablóðið Anton (e.þ.s. Rufuz) sem settur er í sviðsljósið. Það sem er óvenjulegt við prófílinn núna er að hann er ekki mixaður live af plötu- eða geislaspilurum heldur er hann unninn algerlega í tölvu og er útkoman fyrir margar sakir forvitinileg og að auki stórgóð. Mælum með að enginn missi af þessari syrpu og nýti sér tækifærið og kynni sér í leiðinni DJ Tona "Rufuz" (ef svo má að orði komast;).

Hvernig / hvenær byrjaðir þú að dj'a?

Get ómögulega beatmixað vínyl en ég byrjaði að fikta við að mixa lög í tölvunni fyrir ca. 4-5 árum síðan.

Fyrsta plata sem þú keyptir?
"The Chemical Brothers - Life is Sweet" í Japis fyrir nokkrum árum. Eignaðist ekki plötuspilara fyrr en nokkrum árum síðar. Fyrsti djengl vínyllinn var "Souljah - Down with the Lites/Step 2-1-2-1-2 [HL002]".

Síðasta plata sem þú keyptir?
"Matrix - Mayhem/Misconception [RONSTER002]" úr tilboðskassanum í Þrumunni.

Er einhver plata sem fer aldrei úr töskunni / kassanum þínum?
Ehm, hef ekki ennþá séð kassann. ;)

Hvar verslarðu plötur?
Þrumunni.

Hefurðu spilað einhversstaðar?
Var grunnskóla "DJ" í 9. og 10. bekk. Spilaði svo núna fyrir nokkrum vikum á Grand Rokk, en það var bara frumsamið. Ekkert spilað fyrir utan það.

Uppáhalds listamaður?
Í D&Binu eru það Dom & Roland, Optical, Dillinja og Calyx aðallega.

Uppáhalds útgáfufyritæki?
Moving Shadow og Renegade Hardware.

Uppáhalds DJar?
Gunni "Ewok", DJ Panik og DJ Hype. Hef nú ekki heyrt í mörgum.

Topp tíu listi:
Guð minn góður, það tæki mig hálft ár að taka það saman. Í augnablikinu þá eru "Twisted Individual - Bandwagon Blues", "Technical Itch - Critical Switch", "Biostacis - Flashpoint" og öll "Danny Breaks - Vibrations" platan að virka vel.

Lýstu mixinu þínu?
Byrja á nokkrum rúllurum og svo bara beint út í keyrsluna. Nýti mér möguleika tölvunnar. Leyfi lögunum kannski ekki að njóta sín nógu vel (vildi koma sem mestu að).

Tracklisti:
01. Calyx - Schitzoid (31)
02. Codename John - Be With You (Prototype)
03. Ed Rush & Optical - Greed (Virus)
04. Konflict - Cyanide (Renegade Hardware)
05. DJ Kane - System (Optical & Fierce Remix)(Renegade Hardware)
06. Bad Company - Spacewalk (B.C. Recordings)
07. Roni Size & Reprazent - In Tune with the Sound (feat. Rahzel) (åØåTalkin' Loud)
08. nCode - Carbon (Perspective)
09. Decoder - Fuk U (Industry)
10. Usual Suspects - ED 209(Renegade Hardware)
11. Dom & Kemal - Moulin Rouge (Moving Shadow)
12. Cause 4 Concern - Cerebrus (Perspective)
13. Ice Minus - Break the Ice (Ice Minus)
14. Concord Dawn - Black Friday (Low Profile)
15. Roni Size - Snapshots 3 (Full Cycle)
16. Edgey - Void Evolve (?)
17. Squarepusher - Full Rinse (feat. Twin Tub)(Violent Turd)
18. Comatron - Jumpdafuckup(?)
19. Splash - Babylon (Dillinja Remix) (Juice)
20. Moving Fusion & Andy C - Foul Mouth (Ram)
21. Concord Dawn - Check This Sound (Timeless)
22. Technical Itch - Critical Switch (Technical Itch)
23. Dillinja - Blaze It Down (FFFR/Valve)
24. Souljah - Step 2-1-2-1-2 (Hardleaders)

Þú getur náð í syrpuna hér og hlustað á hana í spilaranum hér að neðan.

Eitthvað að lokum?
Bara big-ups til Breakbeat.is og bumbu & bassa menningu Íslands. Shakayaboo!


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast