LTJ Bukem mixar fyrir Fabric - 28.04.2009

Gamla brýnið Danny Williamson, betur þekktur sem LTJ Bukem, hefur verið fenginn til þess að setja saman mixdisk fyrir hinn goðsagnakennda breska næturklúbb Fabric. Bukem, sem hefur verið einn sá stærsti í drum & bass bransanum í langan tíma, á og rekur Good Looking og er hvað þekktastur fyrir “intelligent” eða “atmospheric” tónlistarstíl sinn.

Fabric gefur út tvær mixdiska seríur, Fabric Live sem helguð er breakbeat, drum & bass, dubstep og fleiri geirum og Fabric þar sem sjónum er beint að house, techno og minimal tónlist. LTJ Bukem mun setja saman 46. diskinn í FabricLive seríunni en af öðrum drum & bass snúðum sem hafa átt innlegg í þessa merku seríu má nefna Commix, Marcus Intalex, Fabio, Andy C og Noisia. Meðal þeirra sem koma við sögu á FabricLive 46 má telja til Greg Packer, Tayla, Eveson, Syncopix og fleiri. Diskurinn er væntanlegur í júní.

Hlekkir:
Fabric
LTJ Bukem á Myspace


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast