Shogun Audio fagnar fimmtugustu útgáfu sinni - 21.09.2011

Félagarnir DJ Friction og K-Tee stofnuðu Shogun Audio útgáfuna árið 2004 og hafa síðan þá gefið út rétt tæplega 50 plötur og geisladiska frá mönnum á borð við Alix Perez, Icicle, Noisia, Break og Spectrasoul svo fáeinir séu nefndir. Fimmtugasta útgáfan á Shogun Audio verður safnskífa og hefur hún hlotið titilinn "Way of the Warrior". Um er að ræða veglegan pakka sem kemur út á vínyl, stafrænu niðurhali og geisladisk.

Í fréttatilkynningu frá Shogun Audio segir að ætlunin með safnskífunni sé að sameina nýja og gamla listamenn sem hafa mótað útgáfuna en "Way of the Warrior" inniheldur lög frá mörgum kanónum úr bransanum, má þar telja til D Bridge, Break, Icicle, Commix, Phace, Rockwell og Spectrasoul. Er von á herlegheitunum í verslanir 17. október næstkomandi en hægt er að fá forsmekk af því sem koma skal í myndbandinu hér að neðan.


Deila með vinum:

Versla tónlist frá Shogun Audio:
Mp3 á Junodownload.com
Plötur á Juno.co.uk

0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast