Breakbeat.is á veraldarvefnum - 20.06.2009

Einhverjir hafa kannski rekið augun í dálk á forsíðu Breakbeat.is sem ber heitið: “Breakbeat.is á veraldarvefnum” og spurt sig að því hvað væri hér á ferðinni. Hér verður farið yfir það hvaða vefsíður er um að ræða og afhverju Breakbeat.is á þar heima.


Facebook | MySpace
Samfélagsvefina Myspace og Facebook ættu allir netverjar að kannast við enda hafa vinsældir þeirra verið með eindæmum undanfarið. Þeir sem eru með prófíl á þessum vefjum geta þar gerst vinir og aðdáendur Breakbeat.is.


Twitter
Twitter er líka samfélagsvefur þar sem notendur senda stutt skilaboð til áhangenda sinna og geta fylgst með því hvað er hæst á baugi hjá öðrum notendum vefsins. Endilega gerist fylgjendur Breakbeat.is og sjáið hvað krúið er að tweeta.


Delicious
Delicio.us er vefþjónusta sem heldur utan um vefbókamerki. Notendur setja þar inn hlekki á áhugaverðar vefsíður og geta þannig deilt þeim með vinum og vandamönnum. Á Delicio.us síðu Breakbeat.is má finna hlekki á spennandi vefsíður tengdar drum & bass, jungle og dubstep tónlistinni og ýmislegt annað tengt senunni.


Soundcloud
Á Soundcloud geta tónlistarmenn og hljómsveitir hlaðið upp hljóðskrám af tónsmíðum sínum og deilt þeim með heiminum. Þægileg og einföld leið til þess að halda utan um skráarskipti og deila tónlist sinni með plötusnúðum, útgáfum og öðru bransaliði eða bara sauðsvörtum almúganum. Breakbeat.is er á Soundcloud og þar getur íslenskt tónlistarfólk komið tónum sínum til umsjónarmanna Breakbeat.is.  


Last.fm
Last.fm er tónlistarvefur sem getur haldið utan um mp3 hlustun netverja og unnið úr þeim gögnum lista og mælt með nýrri tónlist. Þetta er góð og gagnleg leið til þess að finna nýja og spennandi tónlistarmenn og hljómsveitir auk þess sem viðburðahluti síðunnar er umfangsmikill og upplýsandi. Breakbeat.is er með grúppu á Last.fm og hvetjum við notendur til þess að ganga í grúppuna.


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast