Logistics er hvergi banginn (tóndæmi) - 14.04.2012

Matt Gresham, betur þekktur sem Logistics, sendir á næstu dögum frá sér plötuna "Fear Not" sem er fjórða breiðskífa kappans. Skífan er, eins og hinar breiðskífur Logistics, gefin út undir merkjum Hospital útgáfunar og inniheldur 20 ný lög úr smiðju Logistics.

Logistics hræðist ekki tilraunamennskuna á "Fear Not" og blandar þar saman tónlist úr ólíkum stefnum og straumum. Þá inniheldur "Fear Not" samvinnuverkefni með Nightshade, Sarah Callander og Alice Smith. Smáskífa með lögunum "We are one" og "Timelapse" er þegar komin í verslanir og gefur forsmekkinn af því sem koma skal en "Fear Not" kemur formlega út 16. apríl.

 



Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast