Karakterar Nymfo - 30.05.2012

Hollenski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Nymfo sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu, "Characters", nú í júní. Kemur skífan út undir merkjum Commercial Suicide útgáfu íslandsvinarins Klute. Nymfo, sem heitir réttu nafni Bardo Camp, hefur skapað sér nafn í drum & bass heiminum síðustu misseri með tónsmíðum í harðari kantinum fyrir útgáfur á borð við Shogun Audio, Renegade Hardware, CIA, Critical og Ram.

"Characters" verður á svipuðum slóðum tónlistarlega, teknóskotnir harkalegir tónar, og inniheldur m.a. samvinnuverkefni með Black Sun Empire, June Miller, Cern, Presk og MC Fava. Lög af plötunni hafa undanfarin misseri verið í spilun hjá plötusnúðum á borð við Goldie, Friction, S.P.Y., Teebee og Commix. Smáskífa með lögunum "Under Fire" og "Boshoven" kom út nú í maí og gefur forsmekkinn af því sem koma skal en "Characters" er væntanleg í verslanir 4. júní næstkomandi.



Deila með vinum:


0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast