Íslandsvinurinn Mala, annar helmingur Digital Mystikz tvíeykisins og einn eiganda DMZ, mun í haust senda frá sér aðra breiðskífu sína á Brownswood útgáfufyrirtæki Gilles Peterson. Skífan hefur hlotið nafnið "Mala in Cuba" og er eins og nafnið bendir til unninn á Kúbu. Mala sótti karabísku eyjuna heim tvisvar sinnum árið 2011 og tók þar upp með tónlistarfólki frá Havana. Þessar upptökur mynda svo grunninn að 14 laga breiðskífu sem áætlað er að komi út í haust.
Mala vann með hljómsveit Roberto Fonseca í Havana og tók upp með þeim hefðbundna kúbverska ryþma tónlist en á þeim hraða sem Mala er vanastur að vinna, í kringum 140 bpm. Þessu segir Mala frá í viðtali á vef Fact en þar lýsir hann jafnframt plötunni sem stefnumótum Suður-London við Havana. Tvö lög af breiðskífunni hafa þegar ratað í spilun og er hægt að hlusta á herlegheitin hér að neðan en eins og áður segir er breiðskífan væntanleg í verslanir í haust, nánar tiltekið 10. september.
Hlekkir:
0 hefur röflað
Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!