Skýjum Ofar kvöldin á 22 - 06.01.2000

Einhver ykkar hafið örugglega tekið eftir litríkum Skýjum ofar plakötum og dreifimiðum sem hafa verið í gangi í verslunum og framhaldsskólum undanfarna fjóra mánuði. Á þessu minimalíska kynningarefni var ekkert verið að gefa upp of miklar upplýsingar, en þó að Skýjum ofar væri á efri hæð Veitingahússins 22 annaðhvert miðvikudagskvöld og á þessum kvöldum væri spiluð drum & bass og experimental breakbeat tónlist. Og það er einmitt það sem þessi kvöld gengu út á, þ.e.a.s. að koma fram með klúbb þar sem unnendur drum & bass og breakbeat mússíkar gátu fengið sér snúning annaðhvert miðvikudagskvöld, eða einfaldlega sest niður með einn kaldan.

Fyrsta Skýjum ofar kvöldið á 22 fór fram þann 1. september og í kjölfarið fylgdu önnur átta kvöld, sem tvímælasut gerðu sitt í að efla drum & bass menningu Suðvesturhornsins. Á kvöldunum mátti bæði sjá nýtt fólk í bland við þá sem hafa fylgt tónlistinni frá upphafi. Þótt það sé leiðinlegt að blanda einhverri kynjapólitík við þetta þá var sérstaklega gaman að sjá að kvennmenn voru duglegri í að sækja kvöldin heldur en karlpeningurinn. Málið er nefnilega að einhverjir andbyltingarsinnar hafa verið að reyna að halda því fram að drum & bass menningin hérlendis sé að megninu til samansett af einhverjum sveittum karlmönnum (sem í sjálfu sér væri allt í lagi) en þessi kvöld sönnuðu að það er bara bull.

Þótt Addi, Eldar og Reynir hafi verið aðal plötusnúðar kvöldana þá kíktu nokkrirgóðir gestir í heimsókn á kvöldin. Meðal þeirra sem heiðruðu Skýjum ofar á 22 með heimsókn sinni voru DJ Kári úr Hljómalindinni, MC-irnar Blaz Roca og Sesar A. úr Supha Syndical krúinu, Mr White (aka DJ Tommi), Hugh Jazz (aka Early Groovers), DJ Héðinn, DJ Kristinn og DJ Unnar sem kom alla leið frá Köben til að komast á bak við spilarana. Þessir aðilar komu með með nýtt og ferskt andrúmsloft inn á kvöldin og tóku stundum öðruvísi á drum & bass/breakbeat tónlistinni en fastasnúðar kvöldana.

En nú hafa Skýjum ofar kvöldin á 22 sagt sitt síðasta...a.m.k. í bili. Við eru tekin önnur kvöld sem nafnið Breakbeat.is sem vonandi ná að fanga sömu stemingu og Skýjum ofar kvöldin gerðu. Aðstandendur kvöldana eru þeir sömu og sama formúla verður í gangi þ.e.a.s. 300 kr. inn / 18 ára / 21:00-01:00. Helsta breytingin er að Breakbeat.is kvöldin verða mánaðarlega, fyrsta miðvikudagskvöldið í hverjum mánuði. Skýjum ofar vill þakka Þrumunni, Brim, Undirtónum og Sprite fyrir góða samvinnu í kringum Skýjum ofar kvöldin ,plötusnúðunum sem spiluðu og öllum þeim sem mættu. Látið sjá ykkur á Breakbeat.is.
                                                                                                                                                      -EÁ-


Deila með vinum:



0 hefur röflað

    Þú þarft að vera innskráður til að geta röflað!

    Póstlisti


    Breakbeat.is
    Podcast