Sagan: 2001-2002 Endurvinnsla

Tónlistin hélt áfram á svipaðri braut, senan var nú orðin svo stór og fjölbreytt að erfitt var að benda á eina stefnu eða sánd sem hefur algera yfirburði. Þessi ár má þó telja til upphafs þess að tónlistin verði raunverulega alþjóðleg. TeeBee, Polar, Marky, Patife, Dieselboy, Hive, Concord Dawn, Bulletproof, D. Kay og fleiri voru listamenn utan Bretlandseyja sem allir voru að stíga sín fyrstu spor á þessum árum. Senunni var þó enn að mestu leyti stýrt frá Lundúnaborg og flest stóru nöfnin héldu velli með áframhaldandi spilamennsku og útgáfum. Af stórum nöfnum sem gerðu það gott þessi árin má enn og aftur nefna Ed Rush & Optical, Bad Company, Renegade Hardware, Dillinja, Full Cycle og V flokkinn og svo mætti lengi telja. Tónlistin fór meira neðanjarðar en hélt áfram að lifa góðu lífi þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar fjölmiðla um dauða Drum & Bass og Jungle menningarinnar. 

 

Skýjum Ofar þátturinn var tekinn af dagskrá Rásar 2 undir lok ársins 2000, þrátt fyrir kröftug mótmæli stórs hóps aðdáenda danstónlistar á Íslandi. Tækni lagði upp laupana og endurfæddist í þættinum Electronica í umsjón Reynis og Frímanns, en sá þáttur varð þó ekki langlífur og hætti í lok árs 2001. Voru Íslendingar þá án reglulegs Drum & Bass þáttar í útvarpi, nokkuð sem hafði ekki gerst í mörg ár. Breakbeat.is fastakvöldin flökkuðu á milli staða á þessum árum og stöldruðu mislangt við á stöðum á borð við 22, Cafe Gróf, Sportkaffi, Flauel og Vídalín (gamla Café Gróf) en voru þó haldin mánaðarlega nánast allan þennan tíma. Á þessum fastakvöldum var einnig bryddað upp á ýmsum nýjungum á borð við MC Sesar A, didgeridoo leik frá Buzby og live spilamennsku frá ýmsum Drum & Bass og Breakbeat tengdum listamönnum. Af gestasnúðum má nefna Kristinn og Héðinn, DJ Óla, Skara Shroom, DJ Maestro, Björn Inga, Bjögga Nightshock og fleiri. Af erlendum gestum sem spiluðu landinu á þessum árum má nefna Paradox, Doc Scott, Digital, DJ Panik, John B, Klute, Perfect Combination & Mat The Alien, DJ Storm og fleiri. Sumarið 2002 fór Breakbeat.is á öldur ljósvakans á Radio X 103.7 í umsjón Alla, Reynis og Kristins sem þá höfðu tekið við umsjón félagsins að öllu leyti. 

Sagan:
Inngangur | 1990-1993 | 1994-1996 | 1997-2000 | 2001-2002 | 2003-2004 | 2005-2006 | 2007-2008 | 2009


Breakbeat.is
Podcast